Aðalfundur Fálkaseturs Íslands verður haldinn í Gljúfrastofu miðvikudaginn 27. nóvember nk.
Vakin er athygli á því að fundurinn er haldinn í samstarfi við Fuglastíg á Norðausturlandi sem heldur sinn aðalfund kl.19:00.
Kl.20:00 flytur Aðalsteinn Örn Snæþórsson mjög fróðlegt og áhugavert erindi um Sumar í lífi rjúpunnar.
Aðalsteinn fylgdist með sendimerktum kvenfuglum á Norðausturlandi og kannaði varpárangur og lífslíkur þeirra. Niðurstöðurnar eru bornar saman við sambærilega athugun á Suðvesturlandi.
Aðalfundur Fálkaseturs Íslands hefst að erindinu loknu, kl. 21:00.
Dagskrá:
- Setning, kosning fundarstjóra.
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar
- Kosning stjórnar
- Önnur mál
Fyrir áhugasama, sem vilja nýta ferðina, má einnig benda á aðalfund Norðurhjara sem haldinn verður á Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn kl.16:30 sama dag.
Við vonumst auðvitað til að sjá sem allra flesta.
Stjórn Fálkaseturs Íslands