Fréttir af aðalfundi Fálkaseturs Íslands

Aðalfundur Fálkaseturs Íslands var haldinn í Gljúfrastofu miðvikudaginn 27. nóvember 2013. Á undan fundinum var fræðsluerindi um rjúpuna sem Aðalsteinn Örn Snæþórsson stjórnarmaður í Fálkasetrinu hélt. Á fundinn og erindið mættu 15 félagar Fálkasetursins.

 

Helstu verkefni Fálkasetursins á síðasta starfsári voru að afla styrkjar til gerðar sýningar, sjá um heimasíðu og fræðsluferðir í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð. Einn styrkur hlaust en hann var hins vegar ekki nógu hár til að geta kostað sýningu og var afþakkaður þegar ljóst var að ekki næðist í fleiri styrki innan tímamarka. Fálkasetrið sá um að fræða starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs um fálka og þeir buðu síðan upp á reglulegar fræðsluferðir þar sem fálkinn var í brennidepli. Alls voru farnar 7 ferðir sem 36 manns tóku þátt í.

 

Breytingar urðu á stjórn Fálkasetursins. Halldór Valdimarsson hætti í stjórn og Guðlaugur Benedikt Aðalsteinsson fór úr stjórn í varastjórn. Nýr inn í stjórn kom Jón Halldór Guðmundsson og Ari Páll Pálsson fór úr varastjórn í stjórn. Núverandi stjórn Fálkasetursins skipa því:

Hjörleifur Finnsson, formaður

Aðalsteinn Örn Snæþórsson, varaformaður

Ari Páll Pálsson

Jón Halldór Guðmundsson

Sverrir Thorstensen

 

Í varastjórn eru:

Ólafur Karl Nielsen

Guðlaugur Benedikt Aðalsteinsson

Sólveig Sigurðardóttir

 

Fundargerð frá aðalfundinum er að finna hér á vef Fálkasetursins undir „Skýrslur og fundargerðir“.

Comments are closed.