Í heimi goðanna flugu bæði Óðinn og Loki um í valsham. Sú trú var einnig til að ef ófrísk kona borðaði valsleginn fugl (þ.e. fugl drepinn af fálka) þótti einsýnt að barnið fæddist með valbrá. En þekktust er sagan um rjúpuna og Maríu mey en þar kemur fálkinn einnig við sögu.
Teikning: Jón Baldur Hlíðberg