Fálkasetur Íslands hefur nú sett upp Facebook síðu þar sem myndir, tíðindi og annað tengt starfsemi og hugðarefnum félagsins mun birtast. Gera má ráð fyrir að tíðni birtinga verði eitthvað meiri þar en hér á þessari síðu, en þar má nú m.a. sjá myndband af fálka gæða sér á æðarkollu við Lón í Kelduhverfi. Slóðin á Facebook síðu Fálkasetursins er www.facebook.com/Falkasetur
Category Archives: Fréttir
Gönguferð á fálkaslóðir
Norðausturhorn landsins er gríðarlega mikilvægt búsvæði fálka en þar er aðalfæða hans rjúpan einnig í mestum þéttleika. Í Jökulsárgljúfrum er kjörlendi fálkans og þéttleiki fálkaóðala er óvíða jafn mikill og þar. Undir leiðsögn félaga í Fálkasetri Íslands verður farði í gönguferð á fálkaslóðir í Jökulsárgljúfrum laugardaginn 5. júlí 2014. Meira
Fréttir af aðalfundi Fálkaseturs Íslands
Aðalfundur Fálkaseturs Íslands var haldinn í Gljúfrastofu miðvikudaginn 27. nóvember 2013. Á undan fundinum var fræðsluerindi um rjúpuna sem Aðalsteinn Örn Snæþórsson stjórnarmaður í Fálkasetrinu hélt. Á fundinn og erindið mættu 15 félagar Fálkasetursins. Meira
Aðalfundur Fálkaseturs Íslands
Aðalfundur Fálkaseturs Íslands verður haldinn í Gljúfrastofu miðvikudaginn 27. nóvember nk.
Sumar í lífi rjúpunnar – hádegisfundur á Gamla Bauk föstudaginn 18. október 2013
Fálki og rjúpa í forgangi hvað varðar vöktun fuglastofna
Náttúrufræðistofnun Íslands gaf nýlega út skýrslu um vöktun íslenskra fuglastofna. Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands Meira
Óskað eftir rjúpnavængjum
Eitt af því mikilvægasta í veiðistjórnun er að hafa góð og örugg gögn í höndunum um ástand veiðistofnsins á hverjum tíma. Meira
Lítið um fálka í Jökulsárgljúfrum í sumar
Fálkavarp var með minnsta móti í Jökulsárgljúfrum í sumar. Aðeins er vitað um eitt par sem kom upp ungum. Meira