Rjúpan hefur lengi verið Íslendingum hugleikin. Hún er tákn um hið fagra og ljúfa í íslenskri náttúru og er efniviður margra sagna og ljóða. Menn hafa dáðst að fegurð hennar og einstökum hæfileika til að dyljast en jafnframt kennt í brjósti um hana fyrir að lifa í stöðugum ótta við ótal afræningja sem sækja að henni.
Á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. voru rjúpur fluttar til útlanda í talsverðum mæli og höfðu menn af því nokkrar tekjur. Á þeim tíma þótti rjúpan frekar matur fátæka mannsins en í dag er hún ein mikilvægasta villibráð á borðum Íslendinga. Óheimilt er að versla með rjúpur og þurfa þeir sem telja rjúpur ómissandi á jólaborðinu að ganga til veiða og hafa þannig töluvert fyrir því að ná sér í jólamatinn. Rjúpnaveiðar eru því orðnar að ómissandi útvist hjá hópi veiðimanna.
Rjúpan kemur fyrir í þjóðtrú Íslendinga en einnig í skáldskap og má úr ljóðum lesa um umhyggju mannsins fyrir rjúpunni og umkomuleysi hennar gagnvart rándýrum og öðrum örlögum.
Hér má lesa ljóðið Óhræsið eftir Jónas Hallgrímsson