Rithöfundurinn

Theodór var sískrifandi um hugðarefni sín og lét hann sjónleysið síðustu ár ævinnar ekki aftra sér. Hann var óþrjótandi að miðla af fróðleik sínum til annarra og skrif hans um Jökulsárgljúfur og umhverfi þeirra bera vott um einstaka væntumþykju í garð svæðisins en einnig var honum umhugað að aðrir fengju að njóta þess. Hann var einnig fróðleiksfús um hin margvíslegu málefni og voru sendibréf hans til bréfavina hans oft með spurningalistum um ýmislegt sem hann fýsti að vita.

Eftir Theodór liggja þrjár bækur, fjöldi greina sem birtar voru í ýmsum tímaritum, óbirt efni og sendibréf.  Á Safnahúsinu á Húsavík, sem er hluti af Menningarmiðstöð Þingeyinga, liggur mikið af efni sem Theodór skrifaði en var aldrei gefið út.

Bækur

Ritgerðir og greinar