Eftir friðun fálkans var nokkuð um að fálkahreiður væru rænd og eggin/ungarnir fluttir erlendis. Aukið eftirlit með fálkahreiðrum og minni eftirspurn erlendis frá hefur dregið úr þessu refsiverða athæfi. Erlendis eru í dag einnig starfræktir svokallaðir fálkabúgarðar þar sem fálkar eru ræktaðir undir eftirliti og með sérstöku leyfi. Til þess að geta keypt fálka frá þessum búgörðum þarf einnig leyfi. Með þessu er verið að koma í veg fyrir ólöglega verslun með fálka.
Sjá hér gamla frétt af fálkaþjófum á Íslandi: Fálkaræningjar_1984